User Tools

Site Tools


how-do-i

This is an old revision of the document!


Hvernig vinn ég með lén sem hefur ekki verið flutt, eða er ekki til?

Þú getur látið tölvuna sem þú ert að vinna í sækja svæðið þangað sem þú vilt. Til þess notarðu /etc/hosts skrána. Á kerfum eins og Linux er skráin í /etc/hosts, í MacOSX er hana að finna í /private/etc/hosts og í Windows XP er hana að finna í |%SystemRoot%\system32\drivers\etc\| þar sem %SystemRoot% er oft eitthvað eins og C:\. Eða svona c:\WINDOWS\system32\drivers\etc . Mögulegt er að þú þurfir að sýna hidden files and folders. Í þessa skrá seturðu fyirmæli um hvert á að sækja lénið. Í þessu tilviki gæti færslan verið svona: 93.95.225.163 mitt_fina_len.is Þá sækir vélin þín mitt_fina_len.is á ip töluna 93.95.225.163 Þú breytir /etc/hosts skránni í einföldum textaritli, alls ekki ritvinnsluforriti eins og Word.

how-do-i.1399903583.txt.gz · Last modified: 2014/05/12 14:06 by birgir